02.02.2017 - 09:27

Melrakkasetur slands

Eitt aðalmarkmið Melrakkasetursins er að gera tófuna að verðmætri auðlind í sjálfbærri ferðaþjónustu. Við höfum vakið athygli á tegundinni sem einkennisdýri Vestfjarða og aukið verulega aðsókn ferðamanna til svæðisins. Ennfremur stuðlar setrið að og tekur virkan þátt í þverfaglegum rannsóknum á tegundinni í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Í Melrakkasetrinu er fræðandi sýning um liffræði og sögu melrakkans, refaveiðar og refaveiðimenn. Þar er jafnframt rekið kaffihús og minjagripasala.

Melrakkasetrið vinnur skv. sjálfbærri hugmyndafræði og hefur non-profit stefnu í fjármálum. Melrakkasetrið er skráður meðlimur í 1% For The Planet.

30.10.2016 - 18:04

Aalfundur

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn

laugardaginn 5. nóvember 2016 kl. 17.00 í Eyrardal

Dagskrá fundarins í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

1. Setning aðalfundarins
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015
4. Lagðir fram ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2015 til umræðu og afgreiðslu
5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins)
6. Kosning fimm manna stjórnar
7. Kosning eins varamanns í stjórn
8. Kosning skoðunarmanna reikninga
9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og skoðunarmanna
10. Önnur mál sem eru löglega upp borin

Við hvetjum félaga til að sækja fundinn og kynna sér starf Melrakkasetursins
með kveðjum
Stjórn og framkvæmdastjóri
Vefumsjn