02.02.2017 - 09:27
Melrakkasetur Íslands
Eitt aðalmarkmið Melrakkasetursins er að gera tófuna að verðmætri auðlind í sjálfbærri ferðaþjónustu. Við höfum vakið athygli á tegundinni sem einkennisdýri Vestfjarða og aukið verulega aðsókn ferðamanna til svæðisins. Ennfremur stuðlar setrið að og tekur virkan þátt í þverfaglegum rannsóknum á tegundinni í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Í Melrakkasetrinu er fræðandi sýning um liffræði og sögu melrakkans, refaveiðar og refaveiðimenn. Þar er jafnframt rekið kaffihús og minjagripasala.