27.10.2014 - 08:26

Ķslenski refastofninn į nišurleiš


Nýjustu útreikningar á stærð íslenska refastofnsins sýna að refum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum (1. mynd). Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að refum fækkar á landinu. Haustið 2007 hafði stofninn verið í samfelldum vexti í meira en 30 ár og var orðinn ríflega áttfalt stærri en í upphafi vöktunarinnar árið 19791. Um þær mundir var íslenski refastofninn að rétta úr sér eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki. Stofnbreytingin var misjöfn, fjölgunin fór rólega fram fyrstu 15-20 árin. Árið 1997 fór stofninn að vaxa hraðar en á þeim tíma var áhersla aukin á vetrarveiði þó grenjavinnsla hafi ekki minnkað að sama skapi. Enn hraðari aukning varð eftir 2004 og náði hún hámarki árið 2008. Næstu tvö árin, 2009 og 2010, fækkaði refum mikið eða um 32% á landinu í heild. Vísbendingar eru um að fækkunin hafi haldið áfram næstu ár, 2011 – 2014, en ekki er hægt að fullyrða að svo hafi verið á þessu stigi....
Meira
02.10.2014 - 10:42

Fjalla-EyvindurLeiksýningin Fjalla-Eyvindur


Föstudaginn 3. Október kl 20:00 (húsið opnar kl.19:00)


1500kr miðinn, frír drykkur innifalinn (áfengur/óáfengur)Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti samt strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynnist hann henni Höllu sinni. Hér er þessi þekkta saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega soldið kómískan máta.

Vefumsjón