13.01.2015 - 11:00

Vetrarfa melrakka

Jnas Gunnlaugsson rnir  magainnihald
Jnas Gunnlaugsson rnir magainnihald
« 1 af 2 »

Nýlega var lokið við verkefnið: Hvað eru refirnir að éta? sem fjallar um vetrarfæðu melrakka á Íslandi.

Skýrsla um verkefnið er hér á vefnum undir Verkefni-rannsóknir

Helstu niðurstöður voru þær að fiskar og egg fundust eingöngu í mögum af vesturlandi. Eggin voru væntanlega forði frá vorinu áður og líklega úr fýl. Hagamýs fundust aðallega í mögum af vesturlandi. Svipað hlutfall fugla var í mögum af báðum landsvæðum en andfulgar og spörfuglar (saman >50%) voru algengari í mögum á austanverðu landinu. Svartfuglar fundust eingöngu í mögum af vestanverðu landinu (23%). Rjúpur voru lítið eitt algengari á austanverðu landinu (28%) en vestanvert (23%) en fýlar og máfar fundust frekar í mögum vestanlands (15%) en austan (9%).


Hryggleysingjar voru fyrirferðamiklir í mögum, sérstaklega á austanverðu landinu. Meðal þeirra sem fundust voru lirfur og púpur ertuyglu (Melanchra pisi) en þetta eru stórar lirfur og próteinríkar


 

...
Meira
08.12.2014 - 14:04

Jlin Savk - #jolinisudavik

Vefumsjn