22.06.2009 - 16:12

Frttir r Hornvk

Ng a skoa  leiinni - Hlavkurbjarg lgai af fugli
Ng a skoa leiinni - Hlavkurbjarg lgai af fugli
« 1 af 5 »
Nú er lokið fyrstu rannsóknarvikunni okkar í Hornvík þetta árið en í fyrra hófum við að meta viðbrögð refa við aukinni umferð ferðamanna um óðul þeirra og í nágrenni við greni.
Tanja Geis, nemandi við Háskólasetur Vestfjarða, fylgdist með ferðamönnum og refum í 8 klst á dag í 5 daga frá 12. - 18. júní.
Einnig voru með í för þeir Tobias Mennle og Frank Drygala en þeir hafa áður komið og kvikmyndað refi með okkur, nú eru þeir í Hornvík að mynda fjölskyldulíf refanna okkar en myndin þeirra mun fjalla um heilt ár í lífi refafjölskyldu á Íslandi.

meira...

...
Meira
11.06.2009 - 09:50

Hornvk fyrstu verkefni sumarsins

 Hornvk  jn 2008
Hornvk jn 2008
Í dag mun hópur á vegum Melrakkaseturs Íslands halda til Hornvíkur, þar sem verður dvalið við rannsóknir og ýmis önnur verkefni í sumar.
Tobias Mennle og Frank Drygala munu halda áfram tökum á heimildarmynd um íslenska náttúru, með refina í aðalhlutverki. Ester og Tanja Geis sjálfboðaliði munu sinna verkefninu "áhrif ferðamanna á atferli refa", sem hófst í fyrra í samstarfi við Rannsókna- og fræðasetur HÍ í Bolungarvík.  
Ester mun auk þess athuga hlutfall grenja í ábúð, verkefni sem hefur staðið yfir í nokkur ár, með Náttúrustofu Vestfjarða.

Fyrsta ferðin verður í viku en kvikmyndatakan stendur lengur. Myndir og niðurstöður úr ferðinni verða settar á síðuna um leið og við komum tilbaka.
 
Vefumsjn