25.06.2009 - 10:07

Hornvk - nnur ferin r

Fr Hornvk: Mynd Dagbjrt Hjaltadttir
Fr Hornvk: Mynd Dagbjrt Hjaltadttir
Höldum nú aftur til Hornvíkur með sjótaxanum Bjarnarnesi og ætlum að dvelja í vikutíma við kvikmyndun á tófum, fuglum og hinu stórbrotna landslagi svæðisins.
Með í för verða hin frönsku Marie-Heléne Baconnet og Philippe Garguil ásamt hljóðmanni. Í Hornvíkinni munum við hitta þá Frank Drygala og Tobias Mennle en þeir hafa þegar dvalið í tvær vikur við kvikmyndun á rebbunum þar.


 
24.06.2009 - 11:20

Styrkur til Melrakkasetursins

Vi afhendingu styrkjarins  In
Vi afhendingu styrkjarins In
Melrakkasetur Íslands hlaut á dögunum veglegan styrk frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar til öflunar og miðlunar upplýsinga um íslensku tófuna.
Við erum afar þakklát aðstandendum sjóðsins fyrir styrkinn og munum kappkosta við að nýta hann sem allra best.
Það var Páll Hersteinsson, góðvinur Melrakkasetursins, sem tók við styrknum fyrir okkar hönd.

Þess ber að geta að Borgný Katrínardóttir, sem vann að rannsókn um áhrif ferðamanna á atferli refa í Hornvík sl. sumar, fékk einnig styrk úr sjóðnum til að vinna að meistaraverkefni sínu um vistfræði spóans. Við óskum Borgnýju til hamingju með það en vonumst jafnframt eftir því að fá að njóta starfskrafta hennar áfram í framtíðinni

Upplýsingar um styrkinn er að finna á síðunni: www.natturuverndarsjodur.is

Vefumsjn