09.08.2009 - 17:18

Melrakkasetriđ í sjónvarpinu

Guđmundur, Freyr og Gísli sjónvarpsmenn
Guđmundur, Freyr og Gísli sjónvarpsmenn
Melrakkasetrið fór með sjónvarpsmönnum á Hesteyri á frídag verslunarmanna - ætlunin var að sjá einhverja melrakka en ófært var til Hornvíkur vegna haugabrælu. Tökur á atriði vegna 100 þáttarins "Út og suður" fóru fram í roki og rigningu en því miður lét engin tófa sig í þetta skiptið ..
Spjallað var við forstöðumanninn um Melrakkann og lífshætti hans. Einnig var spjallað við Jón Björnsson, forstöðumann Hornstrandastofu en hann heldur til á Friðlandinu á sumrum og vinnur náið með Melrakkasetrinu. Að síðustu var viðtal við Binnu í Læknishúsinu á Hesteyri en hún hefur sinnt ferðamönnum þar um áratugaskeið og er Kjötsúpan hennar víðfræg og farnar sérstakar bátsferðir til að gæða sér á henni.
Þátturinn verður sýndur í sjónvarpinu kl. 19.35 sunnudaginn 9. ágúst. 
27.07.2009 - 15:38

Önnur vinnulotan í rannsókn á áhrifum ferđamanna

Spök tófa í Hornvík. Mynd: Frank Drygala
Spök tófa í Hornvík. Mynd: Frank Drygala
« 1 af 2 »
Önnur vinnuvikan í rannsókninni „áhrif ferðamanna á refi á Hornströndum" fór fram þegar fjöldi ferðamanna var í hámarki um miðjan júlí síðastliðinn.
Það voru þau Henry Fletcher og Danielle Stollak, nemendur við Háskólasetur Vestfjarða, sem framkvæmdu athuganirnar að þessu sinni. Þau stóðu sig með stakri prýði og sátu vaktina á Hornbjargi í 8 klukkustundir á dag í 5 daga samfleytt.
Helsta breytingin frá því í júní var sú að sumir refanna í Hornvík voru orðnir ansi spakir og jafnvel ágengir við ferðamennina á meðan aðrir héldu sig í fjarlægð og sinntu sínum afkvæmum og jafnvel forðuðust að vera á ferðinni meðan mesta umferðin var um óðul þeirra. Það er áberandi munur á hegðun grendýra (pöruð dýr með óðul og yrðlinga) og hlaupadýra (dýri sem ekki eru með óðul eða yrðlinga). Grendýrin, sérstaklega læðurnar, voru frekar vör um sig og gögguðu til viðvörunar ef ferðamenn voru á leið nálægt grenjum þeirra. Hlaupadýr höfðu meiri tíma og eðli málsins samkvæmt gátu þau leyft sér að eltast við ferðamenn, sníkja af þeim mat og láta taka af sér myndir....
Meira
Vefumsjón