17.08.2009 - 09:18

Hornvk gst - sasta vikan

Spk tfa spjallar vi feramann  Hornvk  jl
Spk tfa spjallar vi feramann Hornvk jl
Síðasta vikan í rannsókninni „Áhrif ferðamanna á refi" fór fram í Hornvík nú í ágúst. Er þá lokið öðru sumrinu í rannsókninni sem áætlað var að tæki 3 ár en í fyrra var undirbúningsrannsókn til að finna leiðir til að meta áhrifin.

Greinilegur munur var á atferli dýranna í júní, júlí og ágúst en nú eru yrðlingarnir orðnir nokkuð stálpaðir og ekki eins háðir foreldrum sínum eins og áður. Erfiðara er að staðsetja dýrin þar sem þau halda sig á ólíklegustu stöðum innan óðals foreldranna. Yrðlingarnir eru varir um sig en foreldrarnir haga sér svipað og áður þó þau komi minna að greninu sjálfu.

...
Meira
09.08.2009 - 17:18

Melrakkasetri sjnvarpinu

Gumundur, Freyr og Gsli sjnvarpsmenn
Gumundur, Freyr og Gsli sjnvarpsmenn
Melrakkasetrið fór með sjónvarpsmönnum á Hesteyri á frídag verslunarmanna - ætlunin var að sjá einhverja melrakka en ófært var til Hornvíkur vegna haugabrælu. Tökur á atriði vegna 100 þáttarins "Út og suður" fóru fram í roki og rigningu en því miður lét engin tófa sig í þetta skiptið ..
Spjallað var við forstöðumanninn um Melrakkann og lífshætti hans. Einnig var spjallað við Jón Björnsson, forstöðumann Hornstrandastofu en hann heldur til á Friðlandinu á sumrum og vinnur náið með Melrakkasetrinu. Að síðustu var viðtal við Binnu í Læknishúsinu á Hesteyri en hún hefur sinnt ferðamönnum þar um áratugaskeið og er Kjötsúpan hennar víðfræg og farnar sérstakar bátsferðir til að gæða sér á henni.
Þátturinn verður sýndur í sjónvarpinu kl. 19.35 sunnudaginn 9. ágúst. 
Vefumsjn