01.10.2009 - 09:40

Melrakkar Vsindaporti

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða föstudagsins 2. október verður tileinkað melrakkanum og er fyrirlesari Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður Melrakkaseturs Íslands

Fjallað verður um uppruna og útbreiðslu melrakkans, nafngiftir og sérstöðu hérlendis. Sagt verður frá einstakri aðlögun tegundarinnar að nístingskulda norðurheimskautsins. Bornar verða saman tvær megin stofngerðir tófunnar í heiminum með tilliti til fæðuvals og tímgunarlíffræði. Litafar að sumar og vetrarlagi verður kynnt í máli og myndum auk almennra upplýsinga um lífshætti tegundarinnar. Að lokum verður sagt frá Melrakkasetrinu í Súðavík, markmiðum þess og áætlunum.

Heimasíða Háskólsetursins er www.hsvest.is

Vísindaportið fer að vanda fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Allir velkomnir.

19.09.2009 - 20:49

Skemmtileg mynd

Fengum þessa skemmtilegu mynd senda frá Ralf Trylla á Ísafirði. Hann ætlaði að sofa utandyra en fékk lítinn frið fyrir forvitinni lágfótu sem klifraði ofan á svefnpokann hans. Árni Þór helgason tók myndina. Gaman að fá svona skemmtilegar myndir frá fólki og ekki spillir að sagan var góð.
Vefumsjn