11.10.2009 - 18:43
Saknaði þess að sjá ekki tófu
Fréttin er fengin af vefnum www.bb.is:
Meira
„Þetta var frábær ferð í alla staði. Það var sól og blíða allan tímann og allt gekk vel. Það eina sem ég var ekki alveg nógu ánægður með var að ég hitti engan ref. Ég var alltaf að kíkja eftir tófu af því amma hafði oft gengið fram á refi í sínum fyrri ferðum um Hornstrandir og ég vonaði að ég yrði líka svo heppinn. En ég sá haferni og fleiri skemmtileg dýr," segir Daði Ómarsson, níu ára strákur sem lét sig ekki muna um að ganga um Hornstrandir í fimm daga í sumar með ömmu sinni og fleira fólki.
...Meira