08.12.2009 - 16:09

Leikstjri melrakkaleikriti

Mrauur refur  vetrarrki  Hesteyri. Mynd: Tobias Mennle
Mrauur refur vetrarrki Hesteyri. Mynd: Tobias Mennle
Halla Margrét Jóhannesdóttir hefur verið ráðin leikstjóri leikverksins Melrakka sem frumsýnt verður í Melrakkasetri Íslands í Eyrardal næsta sumar. Hún mun einnig rita handritið ásamt Kómedíuleikaranum Elfari Loga Hannessyni en það er Kómedíuleikhúsið sem stendur að verkinu. Hér er um að ræða einleik um rebba. 
Kómedíuleikhúsið hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða, í úthlutun á Reykhólum þann 4. desember, til að mæta kostnaði við verkið. Okkur þykir þetta mjög spennandi enda ekki verið sett á svið leikrit um tófuna áður, svo vitað sé.
05.12.2009 - 13:09

Styrkur fr Menningarri Vestfjara

Ester tekur vi styrklofori r hndum formanns Menningarrs Vestfjara. Mynd: gst Atlason
Ester tekur vi styrklofori r hndum formanns Menningarrs Vestfjara. Mynd: gst Atlason
« 1 af 3 »
Menningarráð Vestfjarða úthlutaði í gær, föstudaginn 4. desember, 37 styrkjum til menningartengdra verkefna á Vestfjörðum.
Melrakkasetrið hlaut þar styrk að upphæð 600 þúsund kr. til að hanna og setja upp sýningu um refaveiðar og refaveiðimenn í Eyrardalsbænum. Við erum afar þakklát menningarráðinu fyrir styrkinn og teljum það mikinn heiður og viðurkenningu fyrir setrið að hljóta þennan styrk. Slíkur stuðningur skiptir sköpum fyrir okkur í þeirri vinnu sem framundan er og gerir okkur kleift að halda áætlun í uppbyggingu sýningarinnar, sem þó hefur tafist að nokkru leyti vegna ytri aðstæðna.
Sagt er frá úthlutuninni á vef Menningarráðs Vestfjarða
Vefumsjn