02.10.2014 - 10:42

Fjalla-EyvindurLeiksýningin Fjalla-Eyvindur


Föstudaginn 3. Október kl 20:00 (húsið opnar kl.19:00)


1500kr miðinn, frír drykkur innifalinn (áfengur/óáfengur)Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti samt strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynnist hann henni Höllu sinni. Hér er þessi þekkta saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega soldið kómískan máta.

23.09.2014 - 20:36

Aalfundur Melrakkaseturs slands ehf.

« 1 af 3 »

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. var haldinn hinn 4. september s.l. í Melrakkasetrinu í Eyrardal. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar, sem er hægt að nálgast hér, og ársreikningar félagsins fyrir árið 2013.  Einnig voru samþykkar nokkrar breytingar á samþykktum félagsins og kosin var ný stjórn fyrir félagið.  Hana skipa Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður, Steinn Ingi Kjartansson, ritari, og meðstjórnendurnir Dagbjört Hjaltadóttir, Dagný Arnarsdóttir og Jón Páll Hreinsson. Varamaður í stjórn er Barði Ingibjartsson. Úr stjórn gengu Böðvar Þórisson, Elías Oddsson og Ómar Már Jónsson, var þeim þökkuð vel unnin störf fyrir Melrakkasetrið á undanförnum árum. Líflegar umræður urðu að venju undir liðnum önnur mál. 

Vefumsjn