01.11.2015 - 11:12

Sumariš 2015

Pakkaš fyrir vettvangsferš
Pakkaš fyrir vettvangsferš
« 1 af 2 »
Sumarið hjá okkur var alveg hreint frábært og tíminn fljótur að líða. Við viljum þakka öllum gestunum sem komu í heimsókn til okkar. Það er alveg hreint yndislegt að sjá hvað fólk allstaðar að úr heiminum hafa áhuga á að koma til okkar í Eyrardal og sjá það sem við erum að gera og læra um tófuna hérna á Íslandi. Á þessu ári höfum við fengið fleiri gesti en áður en á aðeins tveimur árum hefur gestafjöldinn aukist um 200% sem er alveg magnað....
Meira
10.06.2015 - 16:04

Afmęliš!! 5. įra afmęliš Melrakkasetursins

Laugardagur 13. Júní 13:00-16:00

Byrjaðu sumarið með því að halda með okkur upp á fimm ára afmæli Melrakkasetursins!

Hér verður fjölskylduskemmtun heilan eftirmiðdag. Við verðum með frítt inn á Setrið, auk þess að hafa frítt kaffi, köku, MIX og kandíflos. Einnig verður dorgveiðikeppni fyrir börnin, andlitsmálun, mínigolf, leikir og margt fleira. Dagurinn endar svo á forsýningu heimildarmyndarinnar ,,Refurinn“ eftir Guðberg Davíðsson, sem fylgir refafjölskyldu á náttúruverndarsvæðinu á Hornströndum.

 

Dagskrá:

13:00 – 16:00 Afmælið byrjar! Frítt inn á Setrið og sýningar þess. Kaffi, kaka og gos fyrir alla. Kandíflos, andlitsmálun og leikir.

14:15 – 14:45 Dorgveiðikeppni við höfnina. Verðlaun fyrir stærsta, minnsta og flesta fiska sem eru veiddir (öll börn undir 10 ára aldri verða að vera í fylgd fullorðinna.)

15:30 – 16:00 Heimildarmyndin ,,Refurinn“ eftir Guðberg Davíðsson sýnd upp á háalofti.

 

Okkur hlakkar til að sjá þig!

 

Sķša 1
Vefumsjón